GEGGJAÐ PARTÍ Á SVIPSTUNDU!

Hlustið á frábæra smelli síðustu 100 ára. Skiptist á að setja lögin í rétta tímaröð á tímalínunni ykkar, á meðan þið njótið þess að ferðast aftur í tímann í gegnum tónlistina.

Fyrsti leikmaðurinn til að safna 10 spilum SIGRAR!

1. Plötusnúðurinn spilar lag

Taktu tónlistarspil og skannaðu QR-kóðann til að spila lagið sjálfkrafa í Spotify.

2. Settu tónlistarspilið á réttan stað

Giskaðu á hvenær lagið kom út og settu spilið á réttan stað í tímalínunni þinni.

3. Snúðu við tónlistarspilinu

Ef svarið er rétt færðu að halda spilinu til að byggja upp þína tímalínu.

HITSTER TÓNLIST!

HVAÐ SEGIR FÓLKIÐ!

Þetta er hinn fullkomni leikur til að koma partíinu af stað!

Lcakuriren

Þessi tónlistarleikur er hinn fullkomni partíleikur. Vissulega hefurðu forskot ef þú hefur gaman af tónlist, en þetta snýst líka um útsjónarsemi og heppni. Spilin mynda tímalínu og þú getur skipt um lög og stolið spilum frá andstæðingunum. Frábærri tónlist og góðri stemningu er lofað.

Expressen

Frábær jólagjöf og tilvalin afþreying yfir hátíðirnar.

Café